Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptatrúin

Til er sú trú að allt sem hið opinbera framkvæmi komi verr út en ef einstaklingar framkvæma það. Þessi trú er útbreidd og væri ekki svo slæm nema fyrir það að það eru jafnmörg dæmi um að þetta sé rétt og að það sé rangt.

Það er til dæmis sagt að önnur viðmið gildi í opinberum rekstri og þess vegna verði hann óhagkvæmur. Það er skrýtin stjórnun sem ekki getur breytt viðmiðum. Ef rekstur er að þjóna einhverjum tilgangi er ekkert lögmál sem breytir árangrinum af honum, ef stjórnendurnir eru ekki starfi sínu vaxnir.

Stjórnmál eru aðeins til í samfélagi. Það þýðir lítið að kjósa fólk til forystu í stjórnmálum sem hefur andúð á samfélagsmálum eða lítur niður á þá vinnu. Ef það er gert, þá velst til forystu fólk sem er tilbúið að láta skipulagsmál í hendur framkvæmdaaðila, heldur að kaupmenn geti betur stjórnað umhverfinu á Laugavegi en til þess kjörnir fulltrúar og heldur að kaupsýslufólki sé best treystandi fyrir almannafé. Það segir að ekki sé til þjóðareign, þó að þjóðin sé vel skilgreindur hópur hverju sinni, að opinber rekstur sé alltaf verri en einkarekstur, þrátt fyrir að árið 2008 hafi komið og farið, og það er ekki fært um að stjórna sjálfu sér, hvað þá öðrum.

Góður kaupmaður getur stjórnað sinni eigin verslun vel. Kostir kaupmanna eru að bjóða verð sem hæfir vörugæðum, þjónusta viðskiptavini sína vel og veita starfsfólki sínu góð kjör og umbúnað. Kostir þeirra felast ekki í að skipuleggja miðbæ Reykjavíkur. Þar koma til hagsmunir kaupmanns, en góður kaupmaður veit að hagsmunir hans enda um þremur metrum frá innganginum að versluninni, þegar viðskiptavinurinn sér hvað er í boði og býst til að ganga inn.

Áþreifanlegt dæmi um þetta má sjá á yfirbyggðum Laugavegi. Hvaða yfirbyggða Laugavegi? Jú, þegar Kringlan var að verða að veruleika á níunda áratugnum átti að byggja yfir Laugaveg í samvinnu kaupmanna og borgaryfirvalda. Árangurinn má sjá á tveimur hliðum sem nú geyma auglýsingar og yfirbyggðri gangstétt fyrir framan Laugaveg 43. Bogaþakið átti að vera í sömu hæð og hliðin sýna.

Samkeppnin er kostur í verslun á Laugavegi og reyndar hvar sem er á Íslandi. Hún er enginn kostur í opinberum rekstri, þó stundum sé látið þannig. Samkeppni sveitarstjórna um lóðaúthlutanir kostaði íbúa höfuðborgarsvæðis milljarða. Fólk má gjarnan trúa öðru, en það þarf ekki að kjósa þannig fólk til forystu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband