Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna verkafólk kýs Sjálfstæðisflokkinn

Ég velti því fyrir mér, eins og fleiri, hvers vegna svo margt verkafólk hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn. Það er þó ekki heimska, að minnsta kosti ekki einber heimska, sem þessu veldur.

Það er þannig með alvöru verkafólk að það vill hafa vinnu. Því líður ekkert vel án vinnu. Þá má jafnvel kalla það verklaust fólk.

Þegar heyra má fulltrúa vinstri hreyfingar tala um að hjól atvinnulífsins sé klisja og þegar sama hreyfing finnur allt að flestum kostum til að fólk fái vinnu, þá er valið fremur einfalt.

Það er um hundrað milljarða króna gat (um hálf milljón á hvern fullorðinn Íslending) sem vantar upp á ef á að vera hægt að halda svipaðri félagslegri þjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntastigi og við höfum haft undanfarin ár. Um leið gengur tólfta hver vinnufær manneskja atvinnulaus.

Það vinstrafólk sem hefur efni á að neita flestum framkvæmdakostum við þessa stöðu, með hugsjónina að vopni, það hefur með athöfnum sínum svarað spurningunni um hvers vegna verkafólk kýs svo margt Sjálfstæðisflokkinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er fínt að heyra hugsjóna-fólk nefnt á nafn! Og sérstaklega af einhverjum sem styður S-flokkinn

Kanntu annan?

Ég velti því fyrir mér hvaða reikniformúlu S-flokkurinn notaði þegar hann keyrði hér allt til vítis, þó ekki Kötlu-vítis

Gangi þér vel með áróðurinn. Þetta fer allt beint á veraldarvefinn og fínt og löngu tíma-bært að auglýsa "hugsjónir" Svika-S-flokksins á Íslandi. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2010 kl. 17:18

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Sæll Sveinn

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að fá þetta lið: http://www.eca-program.com/html/company.php til landsins. Það er líka mikilvægt að vanda atvinnuupbygginguna. Það sýnir Kárahnjúkabólan og hrunið í kjölfar hennar. Meira um þetta á blogginu mínu.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 23.3.2010 kl. 18:30

3 Smámynd: Jóhamar

Heyrðu Anna S, ætti þetta ekki annars að vera SS, það er segja Samfylkingar- Sjálfstæðisflokkurinn? Gaman að því þó, að Sveinn sé gerður að S-manni. En eins og Anna S bendir réttilega á þá er öll gagnrýni auðvitað af hinu illa og gerir mann strax að sjálfstæðismanni.

Jóhamar, 24.3.2010 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband