22.3.2010 | 18:42
Vel hannaður upplýsingaleki
Í orði kveðnu er upplýsingaleki brot á góðri stjórnsýslu. Það þarf þó ekki að fylgjast lengi með stjórnmálum til að renna grun í að þessu sé þveröfugt farið, að upplýsingaleki sé hluti af stjórnunarstíl margra, alltof margra stjórnmálamanna.
Það er augljóst að hægt er að setja upp ástand sem hreinlega býður upp á upplýsingaleka. Því lengur sem eftirsóttum upplýsingum er haldið frá því fólki sem þær eru ætlaðar, því líklegra er að upplýsingarnar leki.
Þá leka þær ekki allar í einu heldur aðeins ákveðinn hluti og sá hluti verður settur fram á þann hátt sem hentar þeim sem lekur. Þetta er ákveðin leið til að reyna að stjórna umfjöllun.
Þessi leið er ekki þjóðinni í hag. Það er ljóst að niðurstöður rannsóknanefndar þingsins eiga erindi við alla þjóðina. Þær eru tilbúnar til útgáfu og áttu að vera komnar á vef fyrir tveimur vikum. Með því eru þær aðgengilegar öllum þingmönnum og þorra þjóðarinnar. Nefndin glatar nú trausti með hverjum deginum sem líður.
Kannski er það ætlunin, þó það virðist ólíklegt við fyrstu sýn. Illt er tveimur herrum að þjóna, stendur í góðri bók.
Það er augljóst að hægt er að setja upp ástand sem hreinlega býður upp á upplýsingaleka. Því lengur sem eftirsóttum upplýsingum er haldið frá því fólki sem þær eru ætlaðar, því líklegra er að upplýsingarnar leki.
Þá leka þær ekki allar í einu heldur aðeins ákveðinn hluti og sá hluti verður settur fram á þann hátt sem hentar þeim sem lekur. Þetta er ákveðin leið til að reyna að stjórna umfjöllun.
Þessi leið er ekki þjóðinni í hag. Það er ljóst að niðurstöður rannsóknanefndar þingsins eiga erindi við alla þjóðina. Þær eru tilbúnar til útgáfu og áttu að vera komnar á vef fyrir tveimur vikum. Með því eru þær aðgengilegar öllum þingmönnum og þorra þjóðarinnar. Nefndin glatar nú trausti með hverjum deginum sem líður.
Kannski er það ætlunin, þó það virðist ólíklegt við fyrstu sýn. Illt er tveimur herrum að þjóna, stendur í góðri bók.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Löggæsla, Mannréttindi | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.