21.3.2010 | 14:20
Þetta er aðeins eitt land
Þetta er ekki nema eitt land, fimm byggilegar eyjar, þúsund mílur frá öllum löndum og hér búum við, rétt rúm þrjúhundruð þúsund.
Við erum ekki nema hundrað þúsund ferkílómetrar. Það tekur innan við klukkutíma að fljúga landshorna á milli, minna en tíu tíma að keyra á ystu nöf.
Við verðum að haga okkur eftir því. Allt sem er gert snertir aðra á landinu. Það er ekki til nein einkamál landsbyggðar eða höfuðborgar. Allar stórframkvæmdir verða að fara í eitt heildarskipulag ef við viljum eitthvert skipulag yfirleitt.
Ef við viljum að það búi fólk hér yfirleitt fremur en að allt besta fólkið flytji til landa sem betra er að búa í, þurfum við að gera landið lífvænlegt fyrir venjulegt fólk, en ekki aðeins fyrir útvalda.
Hér hafa öll stjórnmál gengið út á að þjóna hagsmunum ákveðinna Íslendinga, ekki allra, yfirleitt sem fæstra.
Landbúnaðarkerfið hyglir kjúklinga- og svínabændum og heldur uppi iðnaði þar sem fáir Íslendingar sjást nema þeir sem eiga búin. Núverandi kvótakerfi hefur tryggt að allur arður sem gæti orðið af sjávarútvegi renni til nokkurra hundraða. Fyrirtæki í almannaeigu borga ofurlaun en skila litlum eða engum arði til eigendanna, sem fá ekki að vita á hvaða kjörum afurðirnar eru seldar.
Það má merkja að það stjórnmálafólk sem ekki ætlar að skera upp stjórnskipun, skipulag og skiptingu arðs, breyta lífskjörum þannig að almenningur og fyrirtæki geti lifað við stöðugt verðlag og gert fyrirætlanir til nokkurra ára í senn, það er fólk sem ætlar að þjóna litlum hópum þjóðfélags.
Við erum ekki nema hundrað þúsund ferkílómetrar. Það tekur innan við klukkutíma að fljúga landshorna á milli, minna en tíu tíma að keyra á ystu nöf.
Við verðum að haga okkur eftir því. Allt sem er gert snertir aðra á landinu. Það er ekki til nein einkamál landsbyggðar eða höfuðborgar. Allar stórframkvæmdir verða að fara í eitt heildarskipulag ef við viljum eitthvert skipulag yfirleitt.
Ef við viljum að það búi fólk hér yfirleitt fremur en að allt besta fólkið flytji til landa sem betra er að búa í, þurfum við að gera landið lífvænlegt fyrir venjulegt fólk, en ekki aðeins fyrir útvalda.
Hér hafa öll stjórnmál gengið út á að þjóna hagsmunum ákveðinna Íslendinga, ekki allra, yfirleitt sem fæstra.
Landbúnaðarkerfið hyglir kjúklinga- og svínabændum og heldur uppi iðnaði þar sem fáir Íslendingar sjást nema þeir sem eiga búin. Núverandi kvótakerfi hefur tryggt að allur arður sem gæti orðið af sjávarútvegi renni til nokkurra hundraða. Fyrirtæki í almannaeigu borga ofurlaun en skila litlum eða engum arði til eigendanna, sem fá ekki að vita á hvaða kjörum afurðirnar eru seldar.
Það má merkja að það stjórnmálafólk sem ekki ætlar að skera upp stjórnskipun, skipulag og skiptingu arðs, breyta lífskjörum þannig að almenningur og fyrirtæki geti lifað við stöðugt verðlag og gert fyrirætlanir til nokkurra ára í senn, það er fólk sem ætlar að þjóna litlum hópum þjóðfélags.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Umhverfi | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.