Leita í fréttum mbl.is

Það sem enginn frambjóðandi segir

Svarið er að það eru ekki til of sterk sveitarfélög. Auðvitað þarf að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Það blasir við þegar keyrt er um höfuðborgarsvæðið. Það æpir á þig og það vita það allir. Það var kapphlaupið að úthluta lóðum, kapphlaupið að þóknast athafnafólkinu, kapphlaupið að skipuleggja þannig að aðalskipulagi var umturnað á þriggja mánaða fresti, deiliskipulag beið eftir nýjasta útspili verktakanna og hundrað ára gömul hús áttu líf sitt undir stýrivaxtastiginu hverju sinni. Það er morgunljóst.

Svarið er augljóst öllum sem vilja hugsa en enginn má segja þetta. Að minnsta kosti hef ég ekki séð neinn af þessum fjölmörgu snjöllu frambjóðendum segja þetta. Það hljóta því að vera til reglur sem banna að minnst sé á þetta þó ég hafi ekki séð þær. Þau eru kannski í handbók sveitarstjórnarframbjóðenda.

Auðvitað þarf að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er ein atvinnuheild, ein skipulagsheild. Það eru alveg nægjanleg rök að geta forðað því að aftur tapist þó ekki sé nema eins og nokkrir af þeim milljörðum sem fóru í súginn 2007 og 2008, þá verða þessi sveitarfélög að sameinast.

Ég hef heyrt fólk sem þekkir vel til segja að þar skapist of sterkt sveitarfélag miðað við landsbyggðina. Svarið er að það eru ekki til of sterk sveitarfélög og að hlutskipti landsbyggðarinnar er ekkert betra ef það eru 7 sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fremur en eitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það á auðvitað að leggja sveitarfélögin niður í þeirri mynd sem þau eru.

Skólasamlag  borgaranna um skólana, tryggingasamlag og búið. 

Einar Guðjónsson, 20.3.2010 kl. 18:08

2 identicon

Mig ramar i að hafa einhvern timann lesið um skyrslu sem hafi verið gerð um astæður þess að aldrei hafi komist afram hugmyndin um sameigingu sveitarfelaga a höfuðborgarsvæðinu. Aðalastæðan fyrir þvi að malið heldur aldrei afram er að kjörnir fulltruar vilja ekki missa sætin sin.

Semsagt: smakongarnir vilja ekki missa völdin.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband