Færsluflokkur: Matur og drykkur
6.2.2008 | 17:08
Blessuð langafastan
Undanfarna daga hafa verið haldin karnivöl um víðan heim. Carne vale þýðir að kveðja kjötið. Nú hefst nefnilega langafasta.
Hinir kristnu Íslendingar halda hana að sjálfsögðu heilaga og bragða ekki kjöt aftur fyrr en að 40 dögum liðnum, á sjálfan páskadag.
Hann er snemma á ferðinni þetta árið, eins snemma og hann getur orðið. Á morgun kviknar nýtt tungl, þorratungl. Útreikningar á því hvenær páskadagur verður geta orðið flóknar, þannig að stundum deildu kirkjudeildir um það hvenær þeir væru. Á Íslandi má miða að jafnaði við að páskadagur sé fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir þorratungl.
Nýja tunglið á morgun þýðir nýtt ár hjá stórum hluta mannkyns. Þá byrjar ár rottunnar.
3.1.2008 | 12:41
Ef fitan er faraldur, hvað er þá gert í málunum?
Góðar heimildir segja að það sé offitufaraldur í gangi og styðja mál sitt með þekktum stærðum. Hlutfall þeirra sem eru með massahlutfall (BMI, body-mass index) hærra en 30, fer síhækkandi.
Þetta leiðir af sér þekkta sjúkdóma, skemmir líf þeirra sem búa við þessa þyngd og dregur þetta fólk til dauða fyrr en ella. Hér er þess vegna um alvarlegan heilbrigðisvanda að ræða.
Hvað er verið að gera? Ég þekki góð ráð frá Lýðheilsustöð, ummæli lækna um að taka upp betri lífshætti og góðan áróður víðs vegar.
Ég sé minna af ráðum til að auka raunverulega heilsusamlegt líferni, auka hreyfingu og færa mataræði yfir á þekkta hollustu.
Enn er ódýrasti maturinn bæði sætur, feitur og saltur. Feitmeti er niðurgreitt og séð er um að sætmeti sé á lágum tollum. Um leið er hollur matur flokkaður og tollaður sem lúxusfæði.
Er verið að gera eitthvert raunverulegt átak í að auðvelda umferð gangandi fólks og hjólandi? Ég spyr, vegna þess að ég nota bæði fætur og hjól og fæ góð orð í eyra, en lítið meira.
Spurningin er því: Hvað er verið að gera vegna offitunnar? Ef stjórnvöld ætla að reka stofnanir sem reka bara áróður fyrir hollari lífsháttum, meðan sömu stjórnvöld stefna gegn því með ódýrri óhollustu og óheilbrigðum samgöngum, þá verður vandinn til staðar.
12.12.2007 | 02:08
Jólafastan
Já, nú er gaman að sjá Íslendinga halda jólaföstu. Þá heldur fólk í við sig í mat og drykk og lætur ekki eftir fyrr en á jóladag.
Gott fólk.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar