Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Stórt og smátt í íþróttum

Þessa helgina eru víða miklar keppnir. Mikilvægasti leikur ársins í Skotlandi er að baki, fyrsti Old Firm-leikurinn á leiktíðinni og Rangers sigruðu Celtic. Ég vil taka fram að hvorugt liðið ber nafn Glasgow eins og sjá má á vefjum þeirra.

Leikurinn var á Ibrox, heimavelli Rangers, sem eru frískari af liðunum tveimur þessa dagana og unnu 3-0. Barry Ferguson, fyrirliði Rangers, hefur þrátt fyrir þetta sagt Celtic líklegra að vinna deildina, en ég held að hann sé að stappa stálinu í sitt fólk.

Gengi þessara tveggja liða í Evrópu og uppgangur skoska landsliðsins eru björtu hliðarnar á skoska fótboltanum. Því miður virðist ekkert af hinum liðunum ætla að ógna þeim fremur en fyrri daginn. Hibs eru hressari af Edinborgarliðunum en Hearts virðast hafa lokið sínum góða spretti án þess að marka djúp spor í þetta skiptið. Það er kannski rétt að taka fram að þau lið heita lengri nöfnum, Hibernian og Hearts of Midlothian fullu nafni. Það síðarnefnda tekur nafn af sögu eftir Walter Scott.

Sunnan við landamærin hafa Englendingar fylgst með landsliðinu í ruðningi (rugby union) tapa fyrir liði Suður-Afríku, sem var einfaldlega var líkamlega sterkara, í úrslitaleik um heimsmeistaratitil þetta árið. Á sunnudag fylgjast Englendingar og kannski fleiri með hvort Hamilton tekst að ná í heimsmeistaratitil í Formúlu 1.

---

Á meðan er undirstrikað hversu smá þessi þjóð er, og þá á ég ekki við tap karlalandsliðsins gegn Liecthenstein. Örþjóðir geta komið á óvart með nokkrum öflugum leikmönnum. Bæði Beck og Frick sýndu sitt besta gegn Íslandi á Rheinstadion.

Nei, smæðin var undirstrikuð með kjöri á leikmanni ársins í kvennaboltanum. Það er svo óumdeilt að Margrét Lára er yfirburðakona í deildinni, á stóran hluta í velgegni kvennalandsliðsins og gengi Vals í deild, bikar og Evrópukeppni, að þetta kjör hefur sett ofan.

Það er því grátlegra að gengi kvennalandsliðsins og kvennaliðs Vals eru einmitt björtu hliðarnar í íslenskri knattspyrnu þessa dagana. Það verður bara að vona að þetta batni og Margrét Lára hljóti þá viðurkenningu sem henni ber. 


Fjölskyldan vinnur sigur

Það er merkilegt hvað þessi útvíkkaða teygjufjölskylda sem kölluð er íslenska þjóðin vill upp á dekk í samfélagi þjóðanna.

Sérstaklega er þetta áberandi þegar einhver fjölskyldumeðlimurinn verður frægur eða þegar fótboltalið fjölskyldunnar vinnur. Þetta stríðir gegn öllum líkindalögmálum, sem segir okkur að taka þau ekki of hátíðlega, heldur ögra þeim ef hægt er.

Stelpurnar hafa verið að standa sig með ágætum og strákarnir virðast vera að lifna til sigra á ný. Þau fá klapp á kollinn og verða stelpurnar og strákarnir okkar í smátíma. Af því að þetta er allt ein stór fjölskylda.

Það er merkilegt að sjá hvað Norður-Írar taka ósigrinum vel. Ég leit eitt sinn þarna í heimsókn meðan allir sprengdu alla. Það kom mér á óvart hvað þau eru góð heim að sækja. Þetta er einna gestrisnasta fólk sem ég hef hitt, á eftir íslensku sveitafólki. Þau eru bara ekki góð hvort við annað. Eitt dæmi um það er saga Neil Lennon.

Neil Lennon hefur spilað fyrir Celtic í Glasgow. Hann var fyrirliði norður-írska landsliðsins árið 2002 þegar honum og fjölskyldu hans bárust drápshótanir. Fjölskylda hans býr enn í Belfast og hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan.


« Fyrri síða

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband