Færsluflokkur: Ferðalög
10.2.2008 | 21:26
Enska úrvalsdeildin óensk
Nú spilar 331 maður í ensku úrvalsdeildinni (Premier League) sem ekki eru breskir. Þeir voru 11 við upphaf deildarinnar 1992.
Deildin hefur nú um helming tekna sinna utan heimalandsins. Deildin var stofnuð utan um það sem enskur fótbolti var orðinn þegar fyrir aldamótin 1900. Hann var afþreying fyrir fólk, eins og kvikmyndir, leikhús eða hvaða önnur íþrótt sem er.
Þess vegna kemur fram tillaga um að spila hluta leikja annars staðar. Þetta hefur verið reynt áður. Á sjöunda áratugnum voru mynduð sérstök ensk lið til að spila í Bandaríkjunum yfir sumarið. Þá var sumarhléið lengra en núna.
Þegar deildin var mynduð réðu peningar þegar öllu um hvernig var spilað. Þá skipti mestu miðasala á völl og sjónvarpstekjur innanlands. Helgar og aðrir helgidagar skiptu öllu máli, eins og sést á leikjafjölda um jól og nýár. Nú skipta sjónvarpstekjur erlendis og munasala (treyjur og annar varningur merktur liðinu) mestu. Deildin breytist.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 20:55
Halló Ísafjörður
Nei, ég er ekki að ýja að því að Ísafjörður sé sérlega hallærislegur. Þvert á móti eru flestir sem heimsækja Ísafjörð á því að staðurinn komi á óvart.
Hér áður fyrr fóstraði Ísafjörður stjórnmálamenn. Þar átti Jón Sigurðsson mikið af fylgi sínu. Í seinni tíð eru frægastir Jón Baldvin Hannibalsson sem fæddist í Allanum, Jón Sigurðsson (A) sem var samtíða nafna sínum í Hannibalsskólanum, Hannibal faðir Jóns sem stýrði skólanum og kom við í nokkrum flokkum á vinstri vængnum, og Ólafur Ragnar sonur Gríms rakara. Og margir fleiri.
Í seinni tíð er bærinn frægari fyrir að fóstra söngvara af ýmsu tagi. Helgi Björnsson, Sigurjón Kjartansson og Örn Elías Guðmundsson skulu nefndir, en tónlistarmenn þaðan eru legíó og dugir varla Internetið til að telja þá upp, enda frábær tónlistarskóli á staðnum. Guðmundar eru kallaðir Muggar fyrir vestan, eða Muggi, jafnvel Mugi. Þannig fær Örn Elías nafnið Mugison. Hann er sem sagt kenndur við hafnarstjórann föður sinn.
Skoðanakönnunin hér til hægri er ekki sérlega marktæk, en ég treysti því að gott gengi Ísafjarðar sé engin tilviljun.
Ég fékk að eyða nokkrum góðum sumarpörtum í blómabúðinni í Hafnarstræti 11 hjá Ástu ömmu minni og telst hálfur að vestan. Arngrímur afi minn fæddist að Hafrafelli sem stendur innar í Skutulsfirðinum, meðan amma var alin upp í Skálavík og Bolungarvík. Fullorðinn kom ég vestur að gæta Hornbjargsvita sumarið 1988, eins og ég hef sagt áður frá hér.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 00:02
Minnisbók (Sigurðar Pálssonar)
Einn daginn setti Siggi Páls upp baskahúfu og alltof langan trefil, sveiflaði treflinum í boga aftur fyrir bak og kunngerði að hann ætlaði að verða skáld. Hann er skáld. Auk þess býr hann til gott kaffi.
Minnisbókin byrjar þegar Sigurður kemur til Parísar í fyrsta skipti. Hann er þá reyndar á leið til Toulouse en ástin á borginni er greinilega kviknuð og það var ekki langt að bíða þar til hann var kominn aftur. Hann drepur niður fæti og segir samviskusamlega frá dvalarstöðum sínum og KJ í borginni, kettinum Gertrude, skáldunum sem hann þorði ekki að ræða við og Íslendingunum sem hann hitti þar.
París kviknar til lífs við lestur fyrir þeim sem hafa heimsótt borgina og þekkja sögusviðið. Montmartre, Marais, Latínuhverfið, Montparnasse, Cité Universitaire og ótal aðrir staðir verða ljóslifandi í meðförum Sigurðar. Ýmsir kaflar vekja minningar um svipuð tök í Parísarhjólinu, skáldsögu sem kom út fyrir nokkrum árum. Þessi hluti frásagnarinnar er á við bestu Parísarferð og má mæla með bókinni, ef ekki væri fyrir annað. Sigurður er góður stílisti. Mér sýnist hann hafa gefið sér góðan tíma að vinna margt af þessum köflum. Þar er hvergi ofaukið orði.
Það verður erfiðara fyrir marga að lesa útleggingar hans á meginviðfangsefni sínu þessi Parísarár, sem eru leikhúsfræðin. Mörg bókmenntakenningin mun fara framhjá flestum lesendum.
Mjög gott.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 18:25
The Ice Warrior
Útdráttur á Guardian Knowledge vekur löngun mína til að sjá smásöguna sem um ræðir, The Ice Warrior eftir Robin Chambers frá 1976.
Sagan ku fjalla um úrslitaleik á HM í fótbolta, sem þá er látinn gerast í framtíðinni. Liðin sem leika til úrslita eru Ísland og Zaire (sem nú kallast aftur Kongó). Hinir illu Íslendingar læða ísbolta inn í leikinn í stað raunverulegs bolta, sem fer illa með bera fætur Zaír-mannsins Odiwule. Hann lætur lífið þegar fótur hans brotnar á boltanum (!) og hinir illu Íslendingar vinna leikinn. 10 árum síðar er þjálfari hinna illu Íslendinga orðinn forsætisráðherra. Þá kemur draugur Odiwule og gerir honum lífið leitt.
Þegar bókin kom út var fjórða þorskastríðinu nýlokið og Íslendingar voru ekki hátt skrifaðir í Bretaveldi. Douglas Jardine sem er líkt við hinn illa þjálfara Íslendinga var fyrirliði enska krikketliðsins sem gerði illa ferð til Ástralíu 1933 að reyna að sigra frækið lið Ástrala sem skartaði meðal annars Don Bradman. Englendingar slógu hraða bolta sem virtist vera miðað til að skaða mótherjana fremur en að spila.
---
The Ice Warrior, from The Ice Warrior and Other Stories (published 1976) by Robin Chambers, tells how Zaire's star player is killed in a bizarre freezer-related accident. The all-conquering, efficient Iceland (a case of taking symbolism too literally) meet bare-footed and mercurial Zaire in the World Cup final - and the evil Iceland manager plots the downfall of Zaire's star player, Odiwule, who can, apparently, bend the ball 90 degrees. When Zaire are awarded a free-kick, Iceland's equivalent of Douglas Jardine swaps the ball with a special refrigerated one he had been keeping under the team bench (how he did this without anyone else seeing in unclear).
When the Zairean maestro strikes the ball his foot and leg shatter (it's those modern boots, you know) and he is killed instantly. The chilly northern cheats win the final. Fast forward 10 years and a vengeful ghost of the victim returns to haunt the Iceland manager, who has, rather unusually, become the county's prime minister.
---
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar