Færsluflokkur: Menning og listir
20.10.2008 | 00:08
Endur- og nýgerð gömul hús
Mér finnst alltaf gaman að sjá þegar fólk talar um að gera við timburhús sem eru farin að fylla öldina eða meira.
Sjálfur hef ég búið í 130 ára gömlu húsi (sem nú er að verða 150 ára) og flutti í það úr 80 ára gömlu húsi (sem nú er að verða 100 ára) í miðbæ Reykjavíkur.
Mér finnst það ekki fallega sagt þegar fólk talar um að gera við svo gamalt timburhús. Sannleikurinn er sá að enginn upprunalegur burðarviður eða borðviður er nýtilegur í svo öldnu húsi. Slíkur viður er ekki til frambúðar. Hann er því tekinn burtu og nýr viður settur í staðinn.
Hingað til hefur verið sett sjónarspil á svið þar sem fólk endurbyggir húsin án þess að rífa upprunalega húsið, heldur skiptir um við fyrir við og borð fyrir borð.
Sjónarspilið er ekki viðhaft núna við húsið á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis (beint á móti B5) heldur hefur það verið rifið niður og sett snotur mynd af því á girðingu sem var reist til að fólk þyrfti ekki að horfa á rústirnar.
Það er rétt að taka fram að ég er ekki að hnýta í Þorstein Bergmann og hans fólk. Það vinnur góða vinnu.
Fólk þarf hins vegar ekki að láta eins og við séum ekki að endurbyggja þessi gömlu hús. Þó að fylgt sé gömlum myndum, lýsingum og teikningum, þá eru þau reist í þeirri mynd sem fólki líkar vel á fyrsta áratug 21. aldar.
20.4.2008 | 13:08
Höfundaréttur verndar vinnu
Höfundaréttur er gerður til að vernda hugverk, vinnu sem lögð er í að setja saman verk sem byggir að miklu leyti á hugmyndum. Rétturinn þýðir að ýmsir sjá sér hag í að leggja í þá vinnu og gefa hana út. Ef ekki kæmi endurgjald, verndað af höfundarétti, yrði þessi flóra miklu fátæklegri og allir myndu bera skaða af.
Það líta ekki allir þannig á málið og sumir telja að höfundaréttur sé til trafala. Eins og má sjá á umræðu sem Salvör Gissurardóttir kveikti eftir fund Wikifólks á fimmtudaginn, þá sýnist sitt hverjum. Mér finnst meinlegt að sjá hversu margir sem þar tjá sig hafa lítið haft fyrir að kynna sér margslunginn heim höfundaréttar.
Þeir sem lesa þessi orðaskipti þurfa að hafa í huga að vilji margra stendur til að ekkert efni á Vefnum sé varið reglum höfundaréttar.
7.4.2008 | 20:56
Pound og Písasöngvarnir
Magnús Sigurðsson hefur þýtt Písasöngva Ezra Pounds, sem var fyrst frægur fyrir ljóðlist en síðar frægari fyrir fasisma.
Það má segja um Pound eins og samtímamann hans, James Joyce, sem á að hafa sagt að hann krefðist ekki neins af lesendum sínum, öðru en því að þeir eyddu allri sinni ævi að lesa verk hans og reyna að skilja þau.
Þetta er hið ferlegasta torf, fullt af slettum í ýmsustu tungumál og þarf að hafa frönsku, kínversku, latínu og fleiri mál á hraðbergi til að skilja hvað hann er að fara.
Þetta er of mikið fyrir venjulegan mann. Þá kemur að óvenjulegum manni, sem er Magnús Sigurðsson, ættaður frá Ísafirði og úr Mosó, sonur Áslaugar og Sigga blóma.
Hér verður hægt að hlusta á þátt um þetta stórvirki næstu tvær vikur, eða til sunnudags 20. apríl.
3.4.2008 | 08:10
Þrjótagæskan
Það er talað um aumingjagæsku í þjóðfélaginu. Mér sýnist miklu meira um þrjótagæsku. Fyrir nokkrum árum hefði ég kallað þetta Kioísku, en núna er nær að nefna þetta Kallabjarnaísku.
Þá kemur þrjóturinn í sjónvarp og segist saklaus af öllum ásökunum. Svokallaðir fréttamenn hafa ekki fyrir að skoða sakirnar heldur leyfa þrjótunum að væla og setja sig í hvolpastellingar, horfa tárvotum augum framan í þjóðina og fá ofurskammt af samúð.
Þetta er skylt því heilkenni þjóðarinnar að vera í orði kveðnu mótfallin afbrotum en dást undir niðri að afbrotamönnum ef þeir eru nógu töff. Fáir dásama kók- og spíttneyslu í orði, en sumir vita svo ekkert flottara en að hafa spítthaus nærri sér, gangandi mótormunn, einhvern sem aldrei hefur farið að sofa svo vitað sé.
Spíttararnir eiga meira að segja sinn eigin heimspeking sem skrifar eins og Kerouac á bensedríni um það hvernig þjóðfélagið er allt eins og Stalín spáði. Svo kemur hann í spjallþátt á RÚV. Þáttastjórnandinn, sem lítur út eins og Tweedledee fer að skríkja og segir að heimspekingurinn hafi hraðan heila. Heimspekingurinn má varla vera að því að þakka, nuddar á sér nefið í nítugasta skiptið á korteri og heldur áfram manískri ræðunni um allt og ekkert.
Afbrotamenn eiga skilda samúð og umönnun en það er engin þörf að lyfta þeim á stall. Spítthausar eru úldin tuska. Þrjótagæskan er ein hlið á löghlýðinni millistétt sem vill fá spennufíkn svalað með því að fylgjast með töffurum sem lifa svaðalegar en fólkið gerir sjálft. Önnur hlið á þeim peningi er að dást að listamönnum meira eftir því sem þeir lifa í meira sjálfskaparvíti.
Menning og listir | Breytt 4.4.2008 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2008 | 13:08
Það besta sem af er þessu ári?
Gnarls Barkley eru meistarar. Þeir sönnuðu það með disknum St. Elsewhere fyrir tveimur árum. Nú koma þeir sterkir til baka með nýjan disk í apríl. Þetta er forsmekkurinn, tregasálmurinn Run.
Yeah its still the same
Can't you feel the pain
When the needle hits the vein
Ain't nothing like the real thing
I've seen it once before
And oh it's something else
Good god
Cool breeze come on in
Sunshine come on down
These are the tear drops of the clown
Circus is coming to town
All I'm saying is sometimes I'm more scared of myself
You better
move
I said
move
Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Here it comes
I said run
Alright
Yeah I'm on the run
See where I'm coming from
When you see me coming run
Before you see what I'm running from
No time for question asking time is passing by
Alright
You can't win child
We've all tried to
You've been lied to
It's all ready inside you
Either you run right now
Or you best get ready to die
You better
move
I said
move
Runaway
Runaway
Run children
Run for your life
Runaway
Runaway
Run children
Ooh
Here it comes
I Said run
Hurry little children
Run this way
I have got a beast at bay
La la la la la la la
La la la
La la la la la la la
La la la la l a
La la la la l a
Runaway
runaway
Run children
run for your life
runaway
runaway
run children
here it comes
said run
Tregasálmurinn Run með Gnarls Barkley, sunginn molto allegro, eiginlega hiphoppo.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 03:21
Blóð mun fljóta - There will be blood
Blóð mun fljóta eða There will be blood byggir á sögunni Olíu eftir Upton Sinclair. Sinclair kunni að segja stórar sögur og það þarf ekki að undra að hann hafði áhrif á ungan Halldór Laxness. Sagan er um baráttu þeirra sem láta fátt standa sér í vegi og hinna, sem jörðina erfa. Hún minnir þannig á Heaven's Gate.
Bíósalurinn ætlaði seint að fyllast. Fram að miðnætti var að koma inn fólk. Eftir því sem myndinni vatt lengur fram varð fólkið sem kom inn með eldri og eldri hárgreiðslu þangað til ég hélt að níundi áratugurinn væri kominn. Þá sá ég ekki betur en einhver kæmi með stríðsáragreiðslu. Sambíóin við Álfabakka eru skrýtin tímavél því að myndin náði ekki einu sinni svo langt í sögunni. Hún var skrifuð árið 1927. Því er lýst betur í bók eftir Laxness, að mig minnir í Skáldatíma.
Leikarar eru góðir, leikstjórn góð og sviðsetning mjög góð . Tónlistin var á stundum skelfileg, en þá aðeins til að undirstrika boðskap myndarinnar, sem fólst í lokaorðum sonar Plainview, þegar hann kvaddi föður sinn.
Mjög gott.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 21:47
Rick rolling
Vofa gengur laus um Netið, vofa níunda áratugarins. Hún birtist þannig að fólk á það til að læða inn krækjum á Rick Astley, sem öðrum fremur er mynd af froðupoppi frá þeim tíma.
Þessi lágvaxni söngvari með bassaröddina sem ekki samdi neitt sjálfur, heldur reiddi sig á krafta Stock, Aitken og Waterman, hefur öðlast nýjar vinsældir á Youtube, þökk sé alls kyns liði sem krækir á hann án þess að þau sem smella á krækjuna viti að Rick muni birtast, að syngja og dansa (svolítið afkáralega) Never gonna give you up.
Þó að aðeins ein af útgáfunum af laginu hafi verið sótt yfir sjö milljón sinnum er líklegt að fleira en eitt skipti hafi þau sem það gerðu orðið fórnarlamb Rickrolling, sem fyrirbærið er nefnt.
Hérna er viðtal við Rick Astley þar sem hann tjáir sig um þessar óvæntu vinsældir. Hann segir í viðtalinu að þau sem noti lagið til að ráðast á páfastól og á Vísindakirkjuna verði að átta sig á að Rickrolling sé aðeins póstmódernískt fyrirbæri þar sem lítill atburður sé hafinn á stall til að tjá fáránleika nútíma menningar.
18.3.2008 | 22:03
Ishikawa er hérað
Aftur hefur Moggavef tekist að þýða erlenda frétt án þess að vita um hvað hún fjallar. Hér er sagt að píanóleikari heiti Ishikawa Prefecture, sem þýðir Ishikawa-hérað (Ishikawa-ken á japönsku).
Píanóleikarinn heitir Yosuke Yamashita eins og heyra má í fréttinni frá Reuters.
Fyrr í dag sagði Moggavefur frá borginni Shiite í Karbala. Þar hafði blaðamaður tekið enska orðið Shiite (sjíti) og blandað saman við borgarnafnið Karbala.
Brennandi tónlistarástríða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2008 | 00:09
Viðtal við Hlyn Hallsson
Hlynur Hallsson tekur þátt í samsýningu í Sjanghæ í lok febrúar sem nefnist European Attitude. Eins og þeir sem til hans þekkja vita, þá hefur hann heilmikið af því.
Hér er viðtal sem Ágúst Ólafsson tók við hann, flutt á Morgunvakt RÚV 20. febrúar. Það verður aðgengilegt til 4. mars.
Hlynur er einn af bloggvinunum hérna til hægri.
20.2.2008 | 02:54
Wikipedia neitar að taka burtu myndir af spámanninum
Í kaflanum um Múhameð spámann í ensku Wikipediunni eru gamlar persneskar (íranskar) myndir af spámanninum.
Hart hefur verið lagt að þeim sem skrifa í alfræðiritið að taka þessar myndir burtu, en það hefur ekki enn gerst.
Sunni-múslimar og Shia-múslimar, sem eru fjölmennir í Íran, hafa ekki alveg sömu sýn á það hvort það teljist leyfilegt að sýna andlit spámannsins.
Pakistönsk stjórnvöld mótmæla Múhameðsmyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar