Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Economist notar Iceland og screwed í sömu setningu

Í umfjöllun um endurskipulagningu banka segir Economist:

As Simon Gleeson of Clifford Chance, a law firm, points out, no government will care as much about treating foreign creditors fairly as it cares about compensating its own people. Iceland, which screwed its banks’ foreign creditors in favour of domestic depositors, is a case in point. (Reshaping banking : The retreat from everywhere. Economist, 21 April 2012).

Ég geri ráð fyrir að orðalagið sé ættað frá hr. Gleeson en skilaboðin eru augljós.


Vel hannaður upplýsingaleki

Í orði kveðnu er upplýsingaleki brot á góðri stjórnsýslu. Það þarf þó ekki að fylgjast lengi með stjórnmálum til að renna grun í að þessu sé þveröfugt farið, að upplýsingaleki sé hluti af stjórnunarstíl margra, alltof margra stjórnmálamanna.

Það er augljóst að hægt er að setja upp ástand sem hreinlega býður upp á upplýsingaleka. Því lengur sem eftirsóttum upplýsingum er haldið frá því fólki sem þær eru ætlaðar, því líklegra er að upplýsingarnar leki.

Þá leka þær ekki allar í einu heldur aðeins ákveðinn hluti og sá hluti verður settur fram á þann hátt sem hentar þeim sem lekur. Þetta er ákveðin leið til að reyna að stjórna umfjöllun.

Þessi leið er ekki þjóðinni í hag. Það er ljóst að niðurstöður rannsóknanefndar þingsins eiga erindi við alla þjóðina. Þær eru tilbúnar til útgáfu og áttu að vera komnar á vef fyrir tveimur vikum. Með því eru þær aðgengilegar öllum þingmönnum og þorra þjóðarinnar. Nefndin glatar nú trausti með hverjum deginum sem líður.

Kannski er það ætlunin, þó það virðist ólíklegt við fyrstu sýn. Illt er tveimur herrum að þjóna, stendur í góðri bók.

Auglýsingar flokkanna, þú færð að borga

Nú hellast yfir okkur auglýsingar flokkanna, enda baráttan stutt og snörp. Það gildir jafnt um þær sem koma beint frá flokkunum og svo frá þessum félögum sem taka að sér hluta baráttunnar.

Við sjáum á því litla sem gefið er upp af bókhaldi flokkanna að neytendur borga meira en helming þessara auglýsinga á endanum í hærri sköttum og hærra neysluverði.

Gjörðu svo vel.


Mótmælin 30. mars 1949 sem skrípamynd

Það voru nokkrir sem tóku kvikmyndir af mótmælunum á Austurvelli 30. mars 1949, að því að mér virðist með 8mm myndavélum þess tíma. Þessar vélar tóku ekki upp hljóð og gengu yfirleitt á 18 römmum á sekúndu.
 
Síðar var farið að sýna þessar myndir eins og aðrar á 24 römmum á sekúndu, eða þriðjungi hraðar. Tindilfættir mótmælendur hlaupa undan táragassprengjunum meðan lögreglan lætur kylfur dynja hraðar en auga á festir. Það er vegna þess að kvikmyndasýningarvélar seinni tíma voru stilltar fyrir þann hraða.
 
Þetta er skrípamynd. Það er eitt að sýna Buster Keaton, Chaplin, Laurel og Hardy á afkáralegum hraða en annað að sýna myndir af því sem gerðist á Austurvelli þennan dag á þennan hátt. Það er ekki ofraun tæknimönnum að hægja á myndunum sem nemur einum fjórða hraðans og sjá hvort það er ekki nær réttu lagi.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband