Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólabörn og önnur mannanna börn

Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf vorkennt þeim sem eiga afmæli rétt um jól eða nýár.

Þau geta ekki kvartað undan því að það er alltaf frí og hátíð þegar þau eiga afmæli.

Á hinn bóginn vill afmælið verða í öðru sæti þegar allir fagna jólum eða nýju ári. Oft fá þau eina stóra gjöf, en stundum vill þetta bara verða ein venjuleg gjöf. Þar sem ég er fæddur að vori, eiga þau samúð mína.

Það eru engin jólabörn í minni nánustu fjölskyldu en ég þekki nokkra sem hafa litið í heiminn um þetta leyti. 

Þess vegna fylgja hér góðar kveðjur til allra sem eiga afmæli á jólum og nýári, vinir og aðrir. 


Halló Ísafjörður

Nei, ég er ekki að ýja að því að Ísafjörður sé sérlega hallærislegur. Þvert á móti eru flestir sem heimsækja Ísafjörð á því að staðurinn komi á óvart.

Hér áður fyrr fóstraði Ísafjörður stjórnmálamenn. Þar átti Jón Sigurðsson mikið af fylgi sínu. Í seinni tíð eru frægastir Jón Baldvin Hannibalsson sem fæddist í Allanum, Jón Sigurðsson (A) sem var samtíða nafna sínum í Hannibalsskólanum, Hannibal faðir Jóns sem stýrði skólanum og kom við í nokkrum flokkum á vinstri vængnum, og Ólafur Ragnar sonur Gríms rakara. Og margir fleiri.

Í seinni tíð er bærinn frægari fyrir að fóstra söngvara af ýmsu tagi. Helgi Björnsson, Sigurjón Kjartansson og Örn Elías Guðmundsson skulu nefndir, en tónlistarmenn þaðan eru legíó og dugir varla Internetið til að telja þá upp, enda frábær tónlistarskóli á staðnum. Guðmundar eru kallaðir Muggar fyrir vestan, eða Muggi, jafnvel Mugi. Þannig fær Örn Elías nafnið Mugison. Hann er sem sagt kenndur við hafnarstjórann föður sinn.

Skoðanakönnunin hér til hægri er ekki sérlega marktæk, en ég treysti því að gott gengi Ísafjarðar sé engin tilviljun.

Ég fékk að eyða nokkrum góðum sumarpörtum í blómabúðinni í Hafnarstræti 11 hjá Ástu ömmu minni og telst hálfur að vestan. Arngrímur afi minn fæddist að Hafrafelli sem stendur innar í Skutulsfirðinum, meðan amma var alin upp í Skálavík og Bolungarvík. Fullorðinn kom ég vestur að gæta Hornbjargsvita sumarið 1988, eins og ég hef sagt áður frá hér.

 


Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband