Leita í fréttum mbl.is

Blóð mun fljóta - There will be blood

Blóð mun fljóta eða There will be blood byggir á sögunni Olíu eftir Upton Sinclair. Sinclair kunni að segja stórar sögur og það þarf ekki að undra að hann hafði áhrif á ungan Halldór Laxness. Sagan er um baráttu þeirra sem láta fátt standa sér í vegi og hinna, sem jörðina erfa. Hún minnir þannig á Heaven's Gate.

Bíósalurinn ætlaði seint að fyllast. Fram að miðnætti var að koma inn fólk. Eftir því sem myndinni vatt lengur fram varð fólkið sem kom inn með eldri og eldri hárgreiðslu þangað til ég hélt að níundi áratugurinn væri kominn. Þá sá ég ekki betur en einhver kæmi með stríðsáragreiðslu. Sambíóin við Álfabakka eru skrýtin tímavél því að myndin náði ekki einu sinni svo langt í sögunni. Hún var skrifuð árið 1927. Því er lýst betur í bók eftir Laxness, að mig minnir í Skáldatíma.

Leikarar eru góðir, leikstjórn góð og sviðsetning mjög góð . Tónlistin var á stundum skelfileg, en þá aðeins til að undirstrika boðskap myndarinnar, sem fólst í lokaorðum sonar Plainview, þegar hann kvaddi föður sinn.

Mjög gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband