Leita í fréttum mbl.is

Enn geta umdeild atkvæði í Florida skipt sköpum

Þetta árið voru forkosningar haldnar í Florida og Michigan svo snemma á árinu að það braut ákvæði flokkanna. Repúblikanar viðurkenna helming kjörmanna frá hvoru ríki en demókratar engan.

Nú er barist fyrir því að kjörmenn þessara ríkja verði engu að síður viðurkenndir hjá demókrötum. Það myndi gefa Clinton aftur forskot á Obama, því hún vann kosningarnar í Florida með 50% móti 33% og síðan vann hún alla kjörmenn í Michigan, eða því sem næst.

Þetta eru engin smáríki, því Florida átti að tilnefna 210 bundna kjörmenn (pledged delegates) og 28 óbundna (superdelegates) á þingið í Denver, meðan Michigan átti að tilnefna 156 bundna kjörmenn og 25 óbundna.

Þar sem ríkin brutu reglur um að halda forkosningar of snemma er mögulegt að þau endurtaki forkosningarnar. Það myndi kosta tuga milljóna dollara. 

Baráttan er hvergi nærri búin.

New York Times sagði frá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband