Leita í fréttum mbl.is

JFM í stuði í Silfrinu

Framganga Jakobs Frímanns Magnússonar í Silfri Egils vakti athygli mína. Mér varð ljóst af hverju hægrikratar hafa verið úti í kuldanum síðasta áratug.

Þeir uxu í skjóli Jóns Baldvins Hannibalssonar í Viðeyjarstjórninni, sem stundum var nefnd ný Viðreisn. Hlutverk hennar var að losa um höft atvinnu- og viðskiptalífs í landinu. Í hennar tíð klofnaði Alþýðuflokkur í tvennt, þar sem sumir hægrikratarnir voru orðnir kaþólskari en páfinn og tóku að sér það hlutverk að vera meiri frjálshyggjumenn en Sjálfstæðismenn þorðu að viðurkenna.

Þetta hlutverk tók Jakob með glæsibrag í Silfrinu. Hann gekk skrefi lengra en Pétur Blöndal hafði þorað og skammaði þá sem höfðu eyðilagt þessi fínu viðskiptatækifæri að selja þekkingu Orkuveitunnar.

Þetta gerist þegar flestir eru sannfærðir um að þar var ekkert annað í gangi en að færa ákveðnum aðilum það sem byggt hafði verið upp hjá fyrirtækinu, á silfurfati.

Jakob má eiga það að hann var enn í stuði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband