Leita í fréttum mbl.is

Húsavernd: Allt nema breytingar

Ég kem stundum á kaffihús við neðanverðan Skólavörðustíginn, sem fyrir löngu er orðið hluti af bæjarsögu Reykjavíkur. Þetta kaffihús þykir einkar hlýlegt og eigandinn vill að innréttingarnar verði friðaðar. Þið getið séð margar myndir þaðan á teikniblogginu, sem er krækt á hérna til hægri.

Á þessu húsi hitti ég fólk sem er mikið á móti því að við Laugaveg 4-6 rísi fjögurra hæða steinsteypuhús sem á að hýsa hótel, verslanir og veitingahús, svipað og Hótel Frón á Laugavegi 24.

Þau sitja sjálf í kaffihúsi í fjögurra hæða steinsteypuhúsi við Skólavörðustíginn, sem snýr baki að þessu húsi sem á að rísa á Laugavegi 4-6.

Það er fólk sem býr til sál í bæjum, ekki byggingarefni. Það skiptir miklu máli hvernig hús eru byggð og hvernig skipulag er í bæjum, en það er ekki sjálfgefið að hús og skipulag frá fyrri öldum henti núverandi starfsemi. Það gerir það reyndar ekki nema í bæjum sem taka afar litlum breytingum. 

Breytingar, breytinganna vegna er slæm lausn. Enn verra er að vera á móti öllum breytingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband