Leita í fréttum mbl.is

Oið gleymist í hf.

Það er orðið ljóst að margir gera sér ekki grein fyrir að áhætturekstur opinberra fyrirtækja er ekki sjálfgefinn.

Það eru reyndar margir á móti þessum rekstri. Það sama gildir um annað sem fylgir þessum rekstri, til dæmis að upplýsingar um hann liggja ekki opnar.

Aðalatriðið er þó að stór hluti kjósenda telur að hlutverk hins opinbera sé að sjá um samfélagslega þjónustu eins og að mennta þjóðina, sjá um heilbrigði hennar, öryggi hennar og skapa ramma um efnahag. Þeir eru síðan til sem telja að hið opinbera eigi aðeins að sjá um öryggi þjóðar og að skapa ramma um efnahaginn. Hvorugur þessara hópa telur að hið opinbera eigi að sjá um áhætturekstur eða nokkuð það sem betur fer í einkarekstri.

Ef fólk telur að það sé nóg að búa til hlutafélag um opinberan rekstur og mega þá gera hvað sem er, þá er það ekki rétt. Það minnkar áhættu eigenda. Fyrirtæki sem er ohf. (opinbert hlutafélag) eða hlutafélag í eigu opinberra aðila hefur ákveðnum skyldum að gegna sem þýða að það eigi ekki erindi í áhætturekstur.

Það verður að gefa upp ákveðnar upplýsingar um rekstur þess vegna þess að almenningur er eigandi þess, sem þessi félög hafa ekki treyst sér til. Þau keppa við einkaaðila sem geta leyst þessi mál miklu betur eins og reynslan sýnir. Þau nota opinbert fé til áhættu. Þar með er hið opinbera farið að sýsla um mál sem það á ekki að gera.

Viðtal við forsætisráðherra sýnir að hann lítur ekki þannig á málið. Fyrir Geir skipti einungis máli hvernig var farið að hlutunum. Það var klúður hjá REI, sagði hann.

Það var klúður hjá hinum en hjá okkar fólki er það flott.

Málið er stærra en þetta. Það er stór hópur fólks í öllum stjórnmálaflokkum sem er einfaldlega á móti því að hið opinbera eða opinber fyrirtæki standi í svona rekstri. Undirritaður er á móti því að fólk telji sig geta upphafið allar reglur um opinberan rekstur með því einu að búa til hlutafélag, annað hvort ohf. eða hlutafélag í eigu opinbers fyrirtækis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband