Leita í fréttum mbl.is

Að skera niður stjórnmálalegt traust

Hvernig á ekki að skera niður ríkisútgjöld?

Ég get skorið niður útgjöld hjá mér. Það er auðvelt. Eina spurningin er, til hvers? Ég hef hug á að standa sæmilega fjárhagslega og vil ekki eyða um efni fram.

Ef ég stæði í samfélagsþjónustu, væri þessi spurning meira aðkallandi. Hvers vegna að skera niður útgjöld? Það er skiljanlegt þegar illa árar. Það er ekki þannig ástand á Íslandi. Nú árar vel.

Ríkið hefur skilað afgangi undanfarin ár sem hefur verið notaður til að greiða upp skuldir, sem nú eru orðnar sáralitlar miðað við það sem áður var. Það er vel. Það er síðan spurning hversu langt eigi að ganga í þessu. Viljum við skera niður menntun eða heilbrigði til að eiga fé á reikningum ríkisins fyrir framtíðina?

Auður Íslands er einungis fólginn í fólkinu sem það byggir. Ríkið er ekki annað en samnefnari fyrir þetta sama fólk. Þess vegna er því falið að festa fé og vinnu í að byggja upp heilsu og menntun þegna þess.

Heilbrigðisráðherrann getur rekið sig illa á það ef hann ætlar að fresta frekar byggingu aðalsjúkrahúss landsins og skera niður fé til rekstrar þess. Fólki er alltaf að verða betur ljóst að heilsa er afar dýrmæt eign. Ef ráðherrann ætlar að skera niður fé til viðhalds þessarar eignar er flestum ljóst að ekki sparast neitt, heldur er útgjöldum aðeins slegið á frest. Þegar síðan þarf að framkvæma eru útgjöldin hærri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband