Leita í fréttum mbl.is

Hljóð og mynd í Kiljunni

Hvers vegna að halda sig við þessa íhaldssemi að tengja hljóð við mynd? Ja, líklega vegna þess að það gengur betur, samanber Kiljuna í kvöld, 17/10.

Það sést að það hefur gengið illa að fá gott fólk í útsendingarstjórn á RÚV undanfarið. Ég get slegið því föstu að Siggi Hrellir var ekki við stjórnvölinn þarna þetta kvöld, bara með því að sjá og heyra Kiljuna. 

Annars hleyp ég ekki eftir því að heyra Kiljuna, þar er ekkert nýtt. Matthías og Guðbergur og Kiljan og Kolbrún og Bragi Kristjóns eru öll fín. Ég hef bara heyrt þetta allt áður.

Egill gæti líklega náð í eitthvað ferskara ef hann vildi. Það er nóg að koma út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já - en ég er ekki búin að heyra þetta áður og skemmti mér vel!
mbk
Þóra

ThG (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll vinur. Ég get staðfest að ég var ekki við stjórnvölinn í þetta sinn, enda hættur og farinn frá RÚV fyrir fullt og allt. Útvarpsstjórinn eyddi öllum peningunum í fína Audi jeppann og rausnarlega kauphækkun handa sjálfum sér svo að ekkert var eftir fyrir okkur hin á neðri hæðunum. Skrýtið að starfsfólkið sé ekki allt hætt eða farið í verkfall.

Kannski er samt skemmtilegra að sjá og heyra Kolbrúnu Bergþórsdóttur þegar hljóð og mynd passa ekki saman, allavega getur hún ekki versnað og ekki er Páll Baldvin skárri, nema síður sé. Mér liggur við að halda að Egill Helgason sé enn á launum hjá Stöð 2. Ég er greinilega á jákvæðu nótunum í kvöld!

Sigurður Hrellir, 20.10.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband