Leita í fréttum mbl.is

Átök í peningaflóðinu

Með afrakstur ríkissjóðs upp á 140 milljarða ofan striks síðustu 2 ár, viðskiptahalla upp á fimmtu hverja krónu og millibankavexti í tveggja stafa tölu á sama tíma, hvað tekur nú við?

Með samninga lausa eftir þrjá mánuði mun umræðan snúast um hversu margar krónur hver á að fá, af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Hluti samfélagsins mun þrýsta á sem mestar hækkanir (handa þeim með lægstu tekjurnar að sögn, en allir vita að hækkanir ganga upp skalann) og hluti mun reyna að tala kröfurnar niður.

Þetta mun endurspeglast í ríkisstjórninni. Hluti hennar mælir með aðhaldi í kröfum og hluti hennar mun tala um jöfnuð.

Allt þetta fer fram í mesta góðæri sem þjóðin hefur lifað. Öll vandamál sem koma upp virðast vera lúxusvandamál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband