Leita í fréttum mbl.is

Þjóðerniskennd á grimmdarforsendum

Það er ekki slæmt að þykja vænt um föðurland sitt eða finna til stolts að tilheyra þjóð sinni. Ég er stoltur af því þegar landsmenn standa sig vel eða þegar Íslendingar fá hrós fyrir það sem þeir gera.

Við getum stundum staðið þéttar saman en stærri þjóðir, enda eins og hálfgert klan, ssynir og dætur.

Það er ekki fallegt þegar þjóðerniskenndin er á forsendum haturs til annarra eða grimmdar. Það er leitt en sumir Íslendingar hafa látið eins og það sé einkenni á Íslendingum að veiða hvali, verka hvali og éta hvali.

Það er ekki annað en skálkaskjól að telja grimmd einhverja þjóðargáfu. Íslendingar stæra sig af því að vera friðsöm þjóð, en það leggst fyrir lítið ef þeir ganga í skrokk á óvitandi dýrum. Það sýnir einungis heigulskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband