Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldan vinnur sigur

Það er merkilegt hvað þessi útvíkkaða teygjufjölskylda sem kölluð er íslenska þjóðin vill upp á dekk í samfélagi þjóðanna.

Sérstaklega er þetta áberandi þegar einhver fjölskyldumeðlimurinn verður frægur eða þegar fótboltalið fjölskyldunnar vinnur. Þetta stríðir gegn öllum líkindalögmálum, sem segir okkur að taka þau ekki of hátíðlega, heldur ögra þeim ef hægt er.

Stelpurnar hafa verið að standa sig með ágætum og strákarnir virðast vera að lifna til sigra á ný. Þau fá klapp á kollinn og verða stelpurnar og strákarnir okkar í smátíma. Af því að þetta er allt ein stór fjölskylda.

Það er merkilegt að sjá hvað Norður-Írar taka ósigrinum vel. Ég leit eitt sinn þarna í heimsókn meðan allir sprengdu alla. Það kom mér á óvart hvað þau eru góð heim að sækja. Þetta er einna gestrisnasta fólk sem ég hef hitt, á eftir íslensku sveitafólki. Þau eru bara ekki góð hvort við annað. Eitt dæmi um það er saga Neil Lennon.

Neil Lennon hefur spilað fyrir Celtic í Glasgow. Hann var fyrirliði norður-írska landsliðsins árið 2002 þegar honum og fjölskyldu hans bárust drápshótanir. Fjölskylda hans býr enn í Belfast og hann hefur ekki spilað með landsliðinu síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband