Leita í fréttum mbl.is

Skoska úrvalsdeildin í byrjun apríl

Á laugardagskvöld leit út fyrir að Rangers væru búnir að tryggja sér skoska deildarmeistaratitilinn. Celtic tapaði 0-1 fyrir Motherwell (ekki lengur ne'er do well Motherwell) og Rangers voru með pálmann í höndunum.

Þá tók Dundee United völdin í sunnudagsleiknum á móti Rangers og skoraði þrjú mörk. Jafnoft náðu Rangers að svara í sömu mynt og niðurstaðan varð jafntefli. Baráttan er núna hörð milli Dundee United, Motherwell og Hibs um sæti í UEFA-keppni í haust.

Nokkur lið eru búin með 33 leiki og ljóst að Hearts, Inverness Caledonian Thistle, Kilmarnock og St. Mirren verða í neðri hluta deildarinnar eftir að 33. umferð lýkur. Þá er deildinni skipt í tvennt, og spila efri 6 liðin innbyrðis og neðri 6 liðin innbyrðis. Lið í neðri hlutanum getur ekki náð ofar en 7. sæti, þannig að Hearts lenda í hæsta lagi þar.

Aberdeen og Falkirk mætast á mánudagskvöld. Liðið sem vinnur lendir í efra hluta deildarinnar, en jafntefli þýðir að Falkirk vermi það sæti. Þau keppa á Pittodrie í Aberdeen og ég spái heimasigri.

Deildin er með 12 lið og aðeins eitt sem fellur. Gretna er löngu fallið með 6 stig á botninum og mun eiga í miklum erfiðleikum að halda úti liði í skosku 1. deildinni næstu leiktíð. Hamilton Academicals (Accies) eru  þar í efsta sæti með 4 stiga forskot á Dundee (City) sem mun veita þeim harða keppni, enda vant að vera í efstu deild. Hamilton og Dundee mætast í síðustu umferð 1. deildarinnar.

Á laugardagskvöld voru Rangers með 6 stigum meira en Celtic og 2 leiki til góða. Þeir hafa náð lengra í UEFA en Celtic gerði í Meistaradeild Evrópu og frestað leikjum af þeim sökum. Þó að liðin eigi eftir að keppa tvisvar innbyrðis í deildinni mátti heita að titillinn væri í höndum Rangers en eftir jafnteflið við Dundee má segja að Celtic hafi möguleika. Celtic og Rangers keppa næst á Parkhead, heimavelli Celtic þann 16. apríl.

Rangers keppa svo við Sporting Lisboa á fimmtudag eftir 0-0 jafntefli á Ibrox, um hvort þeirra mætir sigurvegara úr leik Fiorentina og PSV. Það er að miklu að keppa. Sporting er um þessar mundir í fjórða sæti deildarinnar í Portúgal, sem Porto er nú búið að vinna með miklum glæsibrag, 18 stiga forskot á Benfica og Guimaraes þegar 5 leikir eru eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband