Leita í fréttum mbl.is

Tilgangur loðteninganna

Ég er stundum seintekinn, það skal viðurkennast. Ég spurði í haust, laust eftir jafndægur, hvað þetta væri með loðteningana (furry dice), hvort þetta væri alþjóðlegt pungtákn?

FurryDice

Nú hef ég komist að því hvaða tilgangi þeir þjóna. Þetta er ekki bara lausn fátæka fólksins sem hefur ekki efni á almennilegu reðurtákni (bimma eða reinsa) og fjárfestir í hálfhreðjum í staðinn.

Ég hef gert hávísindalega könnun. Hún fer þannig fram að ég keyri á lögleyfðum hámarkshraða. Þá kemst ég að því að Íslendingar eiga góða bíla. Nærri allir aðrir bílar eru hraðskreiðari!

Sérstaklega kemur í ljós að litlar Yaris-tíkur eða viðlíka námsmannabílar eru sérlega hraðskreiðir. Oftar en ekki skarta þeir loðteningum (furry dice). Þess vegna dreg ég þá ályktun að loðteningarnir séu ekki settir inn sem lukkutákn, heldur gegni því hlutverki að gera bílinn hraðskreiðari!

Þeir eru þess vegna bílhraðall (car accelerator). Þetta er niðurstaða könnunarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband