Leita í fréttum mbl.is

Jesús var enginn Ítali

Nú er dymbilvikan liðin og kristnir minnast þess um allan heim að Jesús reis frá dauðum. Þetta er undirstaða kristinnar trúar ásamt kærleiksboðorðinu.

Þá verður fyrir mér smávægilegur hlutur sem er beygingarmyndin Jesúm í þolfalli. Það hefur alltaf komið mér furðulega fyrir sjónir að skella latneskri endingu á nafn Gyðings sem talaði aramísku.

Jesús var ekki neinn Rómverji. Af hverju eru Íslendingar þá að nota þessa latnesku beygingarmynd þarna?

Sem betur fer fyrir venjulega Íslendinga stoppaði latínuáráttan þarna og nafn hans er Jesú í öðrum föllum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband