Leita í fréttum mbl.is

No country for old men

Þetta er sérkennileg mynd. Hafa Coen-bræður skrifað emjandi gamanmynd og ákveðið á miðri leið að verða alvarlegir og eiga möguleika á Óskarsverðlaunum?

Þegar ég sá myndina fannst mér hlutverk Anton Chigurh vera aðalhlutverkið, það sem myndin hverfist um. Það þarf að hafa góðan leikara til að halda uppi meginhlutverkinu. Javier Bardem er meira en góður í myndinni. Hann gæðir þennan sálarlitla morðingja þvílíku lífi að bæði hryllingur og unun er að sjá.

Sálarleysi Chigurh olli mér heilabrotum. Maður sér hann murka lífið úr mörgu saklausu fólki. En fær maður að vita hvað drífur hann áfram? Stundum er hann eins og zombí í leit sinni að tveimur milljónum í tösku, stundum eins og Wile E. Coyote að elta Roadrunner. Roadrunner er þá veiðimaðurinn Llewelyn Moss, sem Josh Brolin leikur.

Gæðaleikarar eins og Woody Harrelson og Tommy Lee Jones verða að aukapersónum þegar þessi eltingaleikur berst fram og til baka um vesturhluta Texas og yfir landamærin hjá Rio Grande. Hafa Coen verið að horfa á vestra eftir John Ford með því nafni, eða A touch of evil? Að sjálfsögðu.

Það er eitt sem setur svip á myndina fyrir utan hárgreiðslu Chigurh, sem er tímasetningin. Það hefði verið öðruvísi að sjá þennan eltingaleik tímasettan árið 2006 með staðsetningartækjum, heldur en að láta hann gerast 1980. Tæknin er fremur frumstæð fyrir okkar tíma og eykur spennuna.

Afbragðsgóð mynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Sveinn. Sammála, þessi mynd er afbragð. Endirinn er líka... "góður". Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.2.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband