Leita í fréttum mbl.is

Af Bhutto-ætt

Nú berast þær fregnir að Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, taki við stjórn Þjóðarflokks Pakistans, PPP. Flokkurinn var stofnaður af föður Benazir. Fyrir Íslendinga líkist flokkurinn meira ættbálki sem velur leiðtoga en stjórnmálaflokki, en þessi flokkur hefur staðið næst Vesturlöndum í pólitík í því landi.

Sonur þeirra, Bilawal Zardari, sem nú mun kalla sig Bhutto, er ætlað að taka við stjórnartaumum í flokknum, Faðir hans er veikur maður, eins og ég fjallaði lauslega um í færslu um morðið á Bhutto.

Eins og ég sagði frá þar þekkir Jakob Ásgeirsson vel til þessarar fjölskyldu. Ég hef ekki heyrt enn rætt við hann um málið og veit ekki nákvæmlega hvað veldur. Hann deildi þó húsi með þessu fólki sem er nú í miðpunkti atburða í Pakistan, einu fjölmennasta ríki veraldar og eins af kjarnorkuveldunum.


mbl.is Sonur Bhutto einungis formaður í orði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér verður óglatt þegar ég sé hvernig valdastöður ganga í erfðir.  Það á líka við á Íslandi.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 16:45

2 identicon

Mér verður líka óglatt þegar það er regla á því eins og hjá kóngafólki, en annars er mér alveg sama. Getur þú ekki séð neina kosti við þetta? Núna erum við að tala um einstakling sem hefur alla ævi verið í pólitísku umhverfi og umkringdur leiðtogum. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann örugglega sterkan málstað, baráttuvilja og mikla þekkingu á pólitík í landinu.

Í einkageiranum þarf maður að fá atkvæði viðskiptavina á hverjum einasta degi, ólíkt stjórnmálamönnum sem þurfa bara að selja sig fyrir kosningar. Þrátt fyrir þessi markaðslögmál að þá er algengt að ráða ættingja og jafnvel stofna fjölskyldufyrirtæki, þessi fyrirtæki eru ekkert síður líkleg til þess að standa sig vel. T.d. veit ég um bílasölu sem er aðallega í eigu og rekstri einnar fjölskyldu, bara sjálfsagt enda alltaf verið mikil bílafjölskylda og þrátt fyrir tengslinn að þá vinnur enginn þar nema hafa mikið vit á bílum.

Svo já almennt er þetta algengt en við þurfum samt að væla yfir því þegar frægt fólk eða pólitíkusar hegða sér með sambærilegum hætti. Núna ætla ég að hlusta á nokkur Janet Jackson lög svo það verður ekki meira í bili :) 

Geiri (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband