Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hvað fá greiningardeildir bankanna greitt?

Ég hef fyrr á þessu ári dregið í efa að spá greiningardeildar Landsbanka um húsnæðisverð gangi eftir, sjá færslu frá 19. september og nánari útfærslu níu dögum seinna.

Ef fasteignaverð mun dragast saman eins og deildin spáði eru það stórmerk tíðindi vegna þess að við þær aðstæður dregst neysla saman. Fólk sér að skuldir þeirra vaxa hraðar en eignir þess, hættir að kaupa dýran varning og breytir neyslumynstri.

Þessu hefur einmitt verið spáð í Bretlandi. Ef fasteignaverð þar dregst saman hefur það mikil áhrif á smásölumarkaði, sem nokkrir Íslendingar hafa einmitt fjárfest mikið í á undanförnum árum. Sem betur fer fyrir þá hefur þetta ekki gengið eftir og fyrstu tölur um jólaverslunina sýna aukningu frá síðasta ári, enda hefur fasteignaverð hækkað í Bretlandi þetta ár.

Allir þekkja spár greiningardeilda bankanna um hækkun á hlutabréfaverði á árinu, sem voru kringum 40%, og hvernig þær spár hafa gengið eftir. Þeim til málsbóta má segja að á árinu hafi orðið tíðindi á alþjóðlegum bankamarkaði, sem kalla má svartan svan, svo vísað sé til kenninga Nassim Taleb.

Sagt er að undirmálslán í Bandaríkjunum hafi svipt fótunum undan lánum banka um allan heim. Ég leyfði mér að draga það í efa og miðaði við stærð þessara lána borið saman við önnur lán í færslu frá 17. september. Ég benti á aðra stærð sem haldið er utan við umræðuna, enda hápólitísk. Allar stærðir hafa sín áhrif og án efa eru undirmálslánin lóð á vogarskálina, en ég tel að þau séu léttvæg miðað við önnur þyngri lóð á þeirri skál.

Þá er komið að spurningunni hér í fyrirsögninni. Hafa greiningardeildirnar komið með einhverjar upplýsingar sem ekki var hægt að fá annars staðar? Voru þær einfaldlega heppnar, eins og flestir sem tóku þátt í íslenskum markaði 2002-2006? Var þeim greitt fyrir heppni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband