Leita í fréttum mbl.is

Skjálfti færist í rithöfunda

Aldrei hef ég öfundað höfunda fyrir jól. Hvað þá útgefendur.

Nú byrjar sá tími að bæði höfundar og útgefendur fara að titra nokkuð. Hvernig skyldi bókum mínum vegna? Seljast nógu margar fyrir jólin? Það eru yfir 800 titlar í Bókatíðindum, bæði nýjar bækur og eldri, og annar eins fjöldi bókatitla sem ekki finnst þar, sem slást um sölu nú fyrir jólin.

Þá hefur þetta reynst tími stórkarlalegra yfirlýsinga um ágæti höfunda. Einn er nefndur arftaki þjóðskálda, annar svar við metsöluhöfundum erlendis, sú þriðja verður að erfðaprinsessu.

Svo kemur að þeim tíma þegar einum finnst einhver ritdómarinn hafa vegið illilega að sér, kannski út af gömlu rifrildi við barinn á Borginni eða Þjóðleikhúskjallaranum. Skammirnar fara að dynja á Þórhalli Gunnarssyni ef ekki er nógu ljúfmannlega rætt um eina bók í Kastljósinu, eða á Agli Helgasyni ef Kiljan fjallar ekki um aðra.

Svo koma jólin og sem betur fer hverfur skjálftinn. Svo er að takast á við nýtt ár, nýja bók og stundum nýja útgáfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband