Leita í fréttum mbl.is

2 milljarða afgangur hjá Reykjavíkurborg

Um nokkuð skeið hefur ríkissjóður skilað afgangi. Sem betur fer hefur þessu fé verið varið til að greiða upp skuldir. Það kemur framtíðarþegnum vel og lækkar vaxtagjöld hjá þegnum samtíðarinnar.

Skugga hefur borið á þar sem sveitarfélög hafa safnað skuldum á sama tíma. Það þýðir að fólk hefur verið jafnsett um skuldirnar, þó mismunandi eftir sveitarfélögum.

Nú eru stærstu (fjölmennustu) sveitarfélögin að skila afgangi. Reykjavíkurborg hyggst skila 2 milljörðum á næsta ári. Það er mikilvægt að þau greiði líka niður skuldir fremur en að nota tækifærið til að lækka verð á heitu vatni, svo dæmi sé tekið.

Skyldu þeir hrósa Degi núna sem hafa mótmælt skuldasöfnun sveitarfélaga undanfarin ár? Það er bara að bíða og sjá.

Við fyrstu sýn er helst að sjá að eignasvið borgarinnar eigi að skila öllum hagnaðinum, þannig að það fellur á framkvæmdastjóra þar að standa undir áætluninni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband