Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisstefna Íslendinga

Íslendingar eru allir umhverfissinnar þegar við þá er rætt. Það er sérstök tegund umhverfisverndarstefnu miðað við það sem gengur og gerist í heiminum. Að mörgu leyti sýnir umræðan að Íslendingar eru að færast nær því sem jarðarbúar halda almennt, en nokkur dæmi sýna skýrt að þjóðin er sér á báti. Oft virðist það einmitt gert til að undirstrika meinta sérstöðu lands og þjóðar.  

Almennt er umhverfisvernd þjóðarinnar meiri í orði en á borði en það sést víðar um heiminn. Um það geta þeir vitnað sem hafa reynt að spara orku, þeir sem ekki aka um á bílum, þeir sem vilja vernda lífríki á sjó og landi, þeir sem hafa farið fram á að sá sem mengar borgi brúsann og á annan hátt unnið að umhverfisvernd á þann hátt sem víðast er talið henni til framdráttar. Þannig fólk gæti hafa notað reiðhjól síðustu tuttugu ár en ekki mengandi bíla. Þannig fólk er álitið skrýtnar skepnur á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband