Leita í fréttum mbl.is

Kraftar sem munu þrýsta fasteignaverði upp á við

Greiningardeild Landsbanka hefur spáð viðsnúningi í verðþróun á fasteignamarkaði um mitt næsta ár. Ég hef leyft mér að efast að það gangi eftir eins og sjá má í færslu frá 19. september.

Ég benti á að deildin hefði spáð því í september 2006 að verð á fasteignamarkaði hætti að hækka. Það sem gerðist var að  fasteignaverðið hækkaði að nafnverði um 11% fram í júlí þetta ár, eða um 6% fram yfir verðbólgu. Ég taldi að deildin hefði vanmetið eftirspurnarþáttinn og sýnist hún hafa fallið í sömu gryfju núna.

Niðurskurður á þorskkvóta þýðir samdrátt í tekjum fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Fyrir fiskverkafólk þýðir niðurskurðurinn töpuð störf. Þetta mun koma niður á fjölda fólks sem hefur flutt til landsins undanfarin ár til að vinna við fiskvinnslu og önnur störf sem landinn gegnir ekki.

Þetta fólk mun flytja þangað sem störfin eru, á höfuðborgarsvæði, og það mun gerast hratt. Það þýðir að spurn verður eftir ódýrasta húsnæðinu þar, sem hefur áhrif á spurn eftir dýrari fasteignum.

Ef litið er á landið allt sem eitt atvinnusvæði verður ljóst að það á eftir að greinast í þenslu- og samdráttarsvæði. Á höfuðborgarsvæði og í 100 km radíus frá Reykjavík, í nágrenni Reyðarfjarðar og jafnvel á Akureyri verður fólksfjölgun með tilheyrandi spurn eftir fasteignum.

Á þessum svæðum búa 90% þjóðarinnar og þess vegna verður að álykta að fasteignaverð muni hvorki lækka né standa í stað á Íslandi á næstu árum.

Afleiðingunum hef ég lýst í annarri færslu.


mbl.is Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband