Leita í fréttum mbl.is

Að bjarga mannslífum eða minnka kolefnislosun

Margt gott fólk hefur beint á þá einföldu staðreynd að betra sé að nota tiltækt fé til að leysa einfaldan vanda, eins og það að útvega gott vatn, og minnka þar með þann óheyrilega fellidauða sem nú er látinn viðgangast, en að veita því í aðgerðir sem hafa litla verkun.

Á hverju ári deyja milljónir, flest börn, úr sjúkdómum sem má auðveldlega koma í veg fyrir. Hvert foreldri getur hugleitt þann möguleika að hafa ekki getað fengið nein lyf eða neina læknishjálp fyrir börnin sín. Þannig er auðvelt að sjá hvernig barnadauði tók meira en fimmta hvert barn á Íslandi fyrir tveimur öldum, og hvers vegna ástandið er litlu betra núna í mörgum löndum sunnan Sahara.

Það er ábyrgðarhluti að horfa fram hjá þessari staðreynd. Það er líka ábyrgðarhluti að vilja frekar veita fé í aðra þætti áður en tekist er á við þetta grunnvandamál, sem er vel leysanlegt. Það var leyst á nokkrum tugum ára í Evrópu og er hægt að gera á skömmum tíma sunnan Sahara.

Bill & Melinda Gates Foundation hefur tekið þá afstöðu að einbeita sér að þessu vandamáli. Ef börn vaxa ekki úr grasi verður erfitt að vinna bug á vandamálum framtíðar.

Það er gott að vita til þess að Norðmenn hafi lagst með á sveif í þessu átaki. 


mbl.is Norðmenn veita milljarði dala til baráttu gegn ungbarnadauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hárrétt, Sveinn. Það er til lítils að fæða börn ef þau fá ekki hreint vatn. Tími og peningar í kolefnislosunarfárið færu betur í útvegun vatns.

Ívar Pálsson, 27.9.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband