Leita í fréttum mbl.is

Jafndægur á hausti 2007

Árstíðirnar myndast af því hvernig jörðin hallar sér, eða kinkar kolli til norðurs eða suðurs, og horfir þannig við sólinni. Hún byrjaði að halla sér til norðurs 21. júní og er núna bráðum komin hálfa leið á vegferð sinni. Þegar það gerist, er dagur og nótt jafnlöng, og er svo um alla jörð.
 
Jafndægrin miðast við þann tíma sem miðja sólar stenst á við miðbaug jarðar. Sólin er hins vegar aðeins stærri en miðja hennar, þannig að við sjáum sólarupprás áður en við sjáum miðju hennar gægjast upp fyrir sjóndeildarhringinn, og sólarlag eftir að við sjáum miðju hennar hverfa niður fyrir hringinn. Ljósbrot í andrúmsloftinu lengir svo birtutímann, þannig að dagsbirta er lengri en 12 tímar við jafndægrin.
 
Þetta þýðir líka að lengsta nótt á miðjum vetri verður ekki jafnlöng og lengsti dagur verður á sumrin. Lengsti sólargangur í Reykjavík er frá tæplega kl. 3 að morgni til skömmu eftir miðnætti, en stysti sólargangur er rúmir fjórir tímar. Á Íslandi njótum við að meðaltali um 13 tíma dagsbirtu.
---
Þegar eitthvert lát verður á haustlægðunum förum við að líta til himins og sjáum stjörnufansinn glitra. Fyrir tugþúsundum ára fóru menn að raða saman stjörnum á himinfestingunni í merki. Eins og orðið himinfestingin sýnir, héldu þeir að allar stjörnur væru jafnlangt í burtu. Seinna sá fólk að svo var ekki, heldur eru stjörnur saman í merki sem er langt á milli. Þannig er Sírius í Stóra hundi 8,6 ljósár frá okkur, Adara í sama merki er 430 ljósár frá okkur og Furud í sama merki 336 ljósár frá okkur. Það tæki hraðasta mannaða geimfar sem hefur farið um 524.000 ár að komast til Síríusar. Hún skín skært, enda stærsta stjarnan sem situr nálægt okkur.
 
Önnur fyrirbæri sem þið sjáið á himninum eru lengra í burtu. Þegar komið er út úr borginni má stundum sjá Vetrarbrautina liggja eins og slæðu yfir þveran himininn. Hún er talin vera um 100.000 ljósár í þvermál. Við liggjum utarlega í Vetrarbrautinni. Ef tækist að koma boðum á ljóshraða yfir til einhvers sem gæti skilið þau hinum megin í Vetrarbrautinni, væru liðin 150.000 - 200.000 ár áður en fyrsta svar kæmi til baka. Mannkyn hefur þróað nær allt sem kallað er menning á þetta löngum tíma.
 
---
Jafndægramínútan þetta haustið er kl. 9:51 að morgni sunnudagsins 23. september.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband